Við skrifuðum þessa bók handa öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér fjárfestingar. Fjármál varða okkur nefnilega öll, óháð kyni, menntunarstigi eða efnahag.
Bókin Fjárfestingar kom út í nóvember síðastliðinn. Bókin sló rækilega í gegn og var á meðal söluhæstu bóka á Íslandi árið 2021. Fyrsta upplag seldist upp en nú verður bókin fáanleg að nýju í takmörkuðu magni.
Fjárfestingar fjallar um fjármál og fjárfestingar á áhugaverðan, aðgengilegan og hvetjandi hátt, án þess að svæfa þig úr leiðindum. Bókin er ætluð öllum sem hafa áhuga á því að fjárfesta, jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Í bókinni er fjallað um allar helstu fjárfestingaleiðir og hún er uppfull af frábærum ráðum sem fólk getur nýtt sér við að ávaxta pening og taka góðar ákvarðanir í fjármálum.
Við lestur færðu upplýsingar um
Hvernig þú byrjar að fjárfesta
Hlutabréf
Sjóðir
Fasteignir
Skuldabréf
Bankareikningar
Rafmyntir
Lífeyrissjóðir
Í bókinni fjöllum við um allan þann fróðleik um fjárfestingar sem við vildum sjálfar að við hefðum haft aðgang að þegar við vorum að taka okkar fyrstu skref í fjárfestingum.