Þegar kemur að því að setja sér fjárhagsáætlun getur 50/30/20 reglan verið gagnleg til að setja sér markmið.

Hægt er að breyta hlutföllunum og aðlaga að sínum aðstæðum.

Fortuna Invest

er samstarfsverkefni okkar sem hóf göngu sína í mars 2021. Við höldum úti samnefndum Instagram-reikningi sem hefur notið mikilla vinsælda.

okkar

markmið

eru að

1

Stuðla að auknu fjármálalæsi

L

2

Auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði

L

Um okkur

Aníta Rut

Aníta Rut Hilmarsdóttir

Aníta Rut er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún starfaði áður við eignastýringu og verðbréfamiðlun hjá Arion banka en gegnir nú stöðu innan eignastýringar Fossa Markaða.

Kristín Hildur

Kristín hildur ragnarsdóttir

Kristín Hildur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði. Hún hefur reynslu af fjármálatengdum störfum. Hún starfar nú hjá Íslandsbanka þar sem hún stýrir vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar. 

Rósa Kristinsdóttir

Rósa
kristinsdóttir

Rósa hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur reynslu af lögfræðistörfum, áhættustýringu og starfar nú sem yfirlögfræðingu og regluvörður Akta sjóða.

Viltu bóka
erindi?

Við bjóðum upp á fyrirlestra og erindi um fjárfestingar. Í erindinu er meðal annars farið yfir fyrstu skrefin í fjárfestingum, atriði sem gott er að hafa í huga í fjárfestingaferlinu og önnur hagnýt ráð.

Ráð úr atvinnulífinu

Við höfum fengið einstaklinga víða úr atvinnulífinu til að deila með okkur góðum ráðum, fróðleik og bókameðmælum á Instagram miðlinum okkar.

Fylgdu okkur á instagram

Fylgjendur
0 +

Þú finnur okkur
einnig hér