Fortuna Invest
Á bakvið Fortuna Invest standa Aníta Rut, Kristín Hildur og Rósa. Okkar markmið er að efla fjármálalæsi og auka þátttöku á hlutabréfamarkaði.
Við gáfum út bók, tvær seríur af hlaðvarpi og nú sendum við út fréttabréf af markaðinum, skráðu þig á póstlistann til að nálgast það!
Um Fortuna Invest
-
Aníta Rut Hilmarsdóttir
Aníta Rut er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún starfaði áður við eignastýringu og verðbréfamiðlun hjá Arion banka en gegnir nú stöðu innan eignastýringar Fossar fjárfestingabanka.
-
Kristín Hildur Ragnarsdóttir
Kristín Hildur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði. Hún hefur reynslu af fjármálatengdum störfum. Hún starfar nú hjá Íslandsbanka sem fræðslustjóri.
-
Rósa Kristinsdóttir
Rósa hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún starfaði áður sem yfirlögfræðingu og regluvörður Akta sjóða. Í dag starfar hún sem sérfræðingur hjá Vex.
Lestu um fjárfestingar á áhugaverðan, aðgengilegan og hvetjandi hátt
Bókin Fjárfestingar sló rækilega í gegn og var á meðal söluhæstu bóka á Íslandi árið 2021. Fyrsta upplag seldist upp en nú eru eintök eftir.